Færsluflokkur: Bloggar
Stimplað út fyrir áhorf-eða í boði viðskiptavina?
27.1.2010 | 02:38
Verkfall vegna handboltans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mega starfsmenn tjá sig um einstök mál?
3.12.2009 | 06:16
Oft þegar viðkemur þessari stofnun í fjölmiðlum og starfsmenn beðnir skýringa þá bera þeir fyrir sér þeir megi ekki tjá sig um einstök mál. Er þetta þá ekki algilt? Sjálfur skil ég ekki þessa reglu og vildi helst að hafa þessi mál fyrir opnum tjöldum kjósi einstaklingar sem málin varða svo-því þó einstaklingar hafi ekki efni á góða lagalega hjálp má vera að samborgarar sjá pott brotinn og bendi á mistök-sem 'kerfið' er ekki laust við.
Hvað varðar að sanna trygga framfærslu, er ekki bara hægt að gera eins og sumir víkingar og slá einhver stór lán og leggja inn á bankareikning? Er hægt að tryggja einhverjum 'trygga' framfærslu á þessum tímum þegar atvinnuleysi, niðurskurður o.þ.h. ríkir hér? Þá má viðkomandi búa við það næstu fjögur ár að sækja um leyfi á ársgrundvelli og vona honum verði ekki synjað-en geta menn nú tekið föggur sínar og byrjað upp á nýtt annars staðar eftir 1-2 ár eins og ekkert hafi í skorist?-glaður er ég að þurfa ekki að búa við slikt óöryggi og sannar að betra er að vera fæddur hér eða vera Evrópubúi sem við eigum svo margt sameiginlegt með-eða þannig?
Frost getur dvalið hér áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afþreying fyrst, réttindi og heilsa síðast
7.9.2009 | 03:52
Nú finnst mér þetta alvarlegt mál sem upp er komið. Ég hef verið innan um útlendinga hérlendis og þegar þeir hafa lent í vandræðum hefur oft fyrsti staður sem þeir leita gjarnan til í réttindamálum var Alþjóðahús. Þar á meðal má nefna málefni innflytjenda gagnvart Útlendingastofnun. Reynsla mín af þeirri stofnun er að hún er ekki að standa sig alveg í sínu leiðbeinandi hlutverki eða þá að taka afstöðu til allra þátta í málum sem snerta leyfi innflytjenda og gætu haft veigamikil áhrif á niðurstöðu þeirra.
Þegar innflytjendur, eða efnalitlir Íslendingar þeim tengdar greinir á við stofnunina um ákvarðanir, hvert leita þeir þá til? Jú, til Alþjóðahús. Þetta er nauðsynlegt 'tæki' fyrir þá, enda er ljóst að frammi fyrir stjórnvöldum eins síns liðs eiga þeir litla möguleika á að vita rétt sinn allann og verja sig. Ef stofnun færi alveg eftir reglum þá væru kærumál eflaust færri sem gefnar eru út, en þetta virðist allt viljandi gert til að tefja fyrir og auka óþægindi og tjón á hendur lítilmagna.
Það eitt að þurfa að kæra til að ná fram rétti sínum og bíða eftir úrskurðum felur í sér tjón sem þessi stofnun vegna rangra ákvarðanna-og þá t.d. vegna þess hún vanrækti að taka afstöðu til einhverra laga eða ákvæða í dvalarleyfisumsóknum eins og fyrr er greint. Venjulegt fólk, s.s. leikmenn, þarf að vera ansi duglegt að kynna sér Útlendingalögin og öll þau ákvæði sem gilda til að komast að því hver réttur þeirra er í raun.
Nú þar sem þetta tæki er dottið út má kannski vænta þess að Umboðsmaður Alþingis fái fleiri mál til sín sem hafa tekið sinn tíma og fengið afgreiðslu með synjunum hjá Dómsmálaráðuneytinu og Útlendingastofnun. Það þyrfti þá að fara efla það embætti frekar-nema 2 síðastnefndu stofnanir eru það mikið 'sveltar' að þær nái ekki að sinna 'hæfilegum' afgreiðslutíma. Kannski þetta fari að verða eins og með nefnd sem fjallaði um málefni atvinnuleysistryggingasjóðs þar sem ýmis mál voru orðin nokkurra ára gömul og fengu engin lok, en sú nefnd var leyst og önnur skipuð í staðinn af Dómsmálaráðuneytinu-það fylgir reyndar ekkert sögunni hver þessir starfsmenn sem voru í nefnd fóru-eða hvort endurskipaðir í hina nýju nefnd. En það er önnur saga.
Þetta hlutverk sem Alþjóðahús hefur sinnt, eftir því sem ég veit til vel, ætti eiginlega að vera innbyggt í réttarkerfinu. Réttindi fólks, hvort sem um ræðir útlendinga eða Íslendinga er þannig mál að það ætti að vera sjálfsagt mál að fólk eigi óhindraðan aðgang. Stjórnvöld hafa sína launaða starfsmenn til að fara eftir lögum og fá greitt fyrir, en einn lítil maður hefur má síns lítils gegn svona miklum öflum og í sumum málum veit hann einfaldlega ekki um rétt sinn - og þá getur líka verið að stjórnvald er að brjóta rétt hans án þess að vita af því.
Ef við viljum setja hlutina í samhengi við fjárhæðir og teljum ekki eiga efni á, þá mætti taka sem dæmi að við erum að eyða kringum 800 milljónir í rekstrarkostnað Sinfóníuhljómsveitar-erum að tala um 80-100 starfsmenn og húsnæði. Þetta mál Alþjóðahús snýst um einhverjar 10-30 milljónir er það ekki? Er ekki mikilvægara að fræða og hjálpa fólki um rétt sinn heldur en einhver afþreying sem eflaust fáir geta notið hvort sem er þar sem margir eru í bullandi skuldum eða vilja frekar eiga fyrir mat? Væri ekki rétt minnka reikning um helming og senda starfsmenn í hljómsveitinni í frí-það eru hvort sem er þó nokkrir með önnur störf-og borga þeim, tja, 2 milljónir á mann þetta árið? Við getum þá nýtt húsnæði þeirra til atvinnuskapandi hluta. En eins og fram hefur komið í fréttum um niðurskurði í heilbrigðismálum þá er eitthvað verulega að í forgangsröðun okkar, kannski er það endurspeglun af því hvernig viðhorf okkar er almennt-eða er þetta bara hugsunarleysi æðri valda?
Við erum líka að skera niður í heilbrigðisgeiranum-en nei, við munum samt halda þessari 'menningarstarfsemi' á floti sem einhverjir einstaklingar sem enn hafa fé til fé og eru ekki í neinni 'súpu' geta notið. Sumir þessara sömu einstaklinga vilja kannski frekar njóta góðra tónleika en að sjá þetta sparað í verðugri verkefni t.d. réttarfar eða heilbrigðiskerfi. Við erum einnig að eyða peningum í 'Fjölmenningarsetur'. Það er örugglega ágætt mál, en ég veit lítið sjálfur um þetta setur eða hvaða gagn það yfirleitt gerir t.d. innflytjendum. Mér sýnist þetta meira 'sjónarspil' og óþarfa eyðsla. Við höfum öll æði misjafna menningu en nú á þessum tímum blæðum við öll og hegðum okkur frekar eins sem manneskjur, afþreying og það að vekja athygli á ólíkri menningu má bíða betri tíma.
Ef menn efast eitthvað um aðgengi að kerfinu og nauðsyn þá fann ég hér ágætis grein á netinu, vel orðuð og stutt eftir Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur: "Aðgengi að íslenska réttarkerfinu; Lok, lok og læs og allt í stáli, lokað fyrir Páli?"
Og að lokum er partur úr grein eftir Einar SKúlason: "Ástandið er alvarlegt í samfélaginu og við slíkar aðstæður er mesta hættan á því að einstakir hópar þess gleymist, sérstaklega þeir hópar sem eiga sér ekki nægilega sterka talsmenn og ítök í þeim öflum sem eru ráðandi hverju sinni. Þá sýnir reynsla annarra þjóða að neikvæðni og andúð í garð innflytjenda getur aukist gríðarlega þegar kreppir að í samfélaginu og þess vegna mikilvægt að gleyma þeim ekki."
(http://www.pressan.is/Pressupennar/LesaEinar/um-gleymda-hop-johonnu)
Um þróun frá Rauða Kross til Alþjóðahús: http://raudakrosshusid.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?id=1001254&detail=1001075
Öllu starfsfólki Alþjóðahúss sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gagnrýnendur gerast starfsmenn gagnrýndu
18.7.2009 | 05:33
Leggja til úrbætur í málefnum hælisleitenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær?
16.6.2009 | 10:51
Gunnar hættir sem bæjarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reglur til hvers?
12.5.2009 | 03:06
Og á sama tíma má fólk sem er komið lengra en Japsy og komið með íslenskan ríkisborgararétt ekki hafa börnin sín-dætur eða syni fyrr en þau hafa haft þann rétt í 6 ár-biðin eftir ríkisborgararétt til að byrja með er svipaður þannig þetta gerir um 12 ár. Greinarmunur virðist vera á manneskju sem hefur haft réttinn í minna og yfir 6 ár-hvernig það er tilkomið skil ég ekki-hélt að um allt eða ekkert væri að ræða. Tek fram að um fólk utan EES er að ræða þar sem við sýnum tvöfalt 'siðgæði' í þeim efnum-fólk er ekki bara fólk hér heldur gerum við mun á uppruna þess m.t.t. landsins sem það fæðist í! Og hérna er ein góð frétt - kemur ekki á óvart að Seyðfirðingar biðji um þetta í ljósi svona atburða. Margt gott bloggað þarna-mjög mikið reyndar en virðist engir eftirmálar hafa orðið af þessu að lokum. Til hvers eru reglur ef er verið að brjóta þær? Reglur eru mjög skýrar hvað varða tímamörk til að fá t.d. ríkisborgarétt-15 mánuðir á dvalarleyfi námsmanna er bara hreinlega mismunum, brot, og brandari því einu leyfi sem gefa einhvern rétt eru atvinnuleyfin sem gefa með tíma rétt til búsetuleyfis sem loksins gefa rétt á að sækja um ríkisborgarétt-og síðast þegar ég skoðaði er Brasília ekki í EES!
Ég hélt að allir væru jafnir - en augljóslega ræður 'tengslanetið' meira stundum en hvort manneskjan er góð eður ei. Dæmi er til um manneskju sem hefur verið til fyrirmyndar, borgað sýna skatta, farið í skóla, verið hér í 4-5 ár, á móður með íslenskan ríkisborgarétt en henni var samt vísað úr landi þegar námsmannaleyfið rann út eða atvinnuleyfi fékkst ekki útgefið þar sem EES manneskjur hafa forgang-burtséð frá því hvort þær kunni eiginlega minna eða meira í máli okkar eða hafa verið hér skemur.
Ég spyr er rétt að slíta svona órjúfanlegum tengslum milli fólks-og láta það borga til að ferðast til foreldra sinna og fá bara vera á landinu 3 mánuði í senn?-það eru því miður ekki margir sem hafa efni á því-hef alla vega grun um að margir í austurlöndum hafi það ekki eins gott efnahagslega og margir Evrópubúar. Maður spyr sig-eins og einn maðurinn sagði á borgarafundi. Bendi á síðu - velja úr tónlistarspilara 'Borgarhreyfingin-03' til hægri á spássíu. Tek fram að ég kaus því miður ekki í síðustu kosningum-hef reyndar aldrei nýtt mér þann rétt.
Fleiri molar: Ragna segir: "...stjórnsýslan verður að vera jöfn fyrir alla..."
Indverskri konu ekki vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.5.2009 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Einstaklingsreikningur frá Orkuveitunni-vitlaust rukkað
8.4.2009 | 01:42
Margt skrýtið í þessum heimi. Hef aldrei sjálfur veitt reikningum neinum áhuga og talið bestu afgreiðslu að greiða þá bara þegjandi og hljóðalaust. Þangað til nú þegar ég flutti úr gamla leiguhúsnæðinu og þurfti að segja upp áskrift af rafmagnsreikningi. Staðreyndir málsins:
- Sagði upp áskrift af rafmagni hjá O.R. 30. mars. Tilkynnti notendaskipti vegna flutninga til O.R. gegnum rafrænt eyðublað á heimasíðu þeirra sama dag.
- Las þá lokastöðuna af mæli og sendi þeim það einnig með rafrænu eyðublaði til þeirra. Lokastaðan var því 44024 kWh þann 30.mars.
- Ég hélt þeir myndu senda mér reikning í samræmi við lokaniðurstöðu mælis-44024 kWh. Það væri því einfalt mál fyrir þá að nota síðustu mælingu þeirra sem skv. yfirliti var framkvæmd 25. febrúar og mínusa það frá lokatölunni- en þess í stað er gefinn út reikningur með áætlun fyrir tímabil frá síðasta álestri þeirra þann 25.02 til 1.04 sem er í engu samræmi við raunveruleika. Fékk út mismun upp á 197,5 kWh milli raunveruleika og þeirra áætlunar þó svo 2 dagar sem eru á milli 30. mars og 1. apríl yrðu teknir með.
Af hverju nota þeir ekki og rukka miða við lokaniðurstöðu af álestri mælis sem þeir bjóða manni að senda sér og rukka eftir því? Þeir fengu að vita stöðuna áður en þeir gerðu reikning en kjósa að láta mann 'lána' sér umfram pening (út á áætlun sem er algerlega óþörf) sem maður veit ekkert hvort maður hefði fengið í hendurna seinna. Þeir vilja því frekar fara eftir 'áætlun' þegar það er þeim í hag en ég kýs sjálfur að greiða eftir raunveruleika. Fer að hljóma eins og 'áætluð viðskiptavild' alls staðar nú til dags sem og steypti ýmsum í koll...
Við þessum athugasemdum mínum til O.R. gegnum tölvupóst fékk ég frekar loðin og óskiljanleg svör sem snérust alls ekki um að útskýra þennan mun sem beðið var útskýringar á.
Kannski best að snúa sér til neytendasamtaka-manni skilst að það kosti kringum 4.500 krónur að fá aðstoð við einstök mál þegar búið er að reyna ná sáttum og ekkert gengur.
(Læt fylgja hér mynd til að útskýra)
_________________________________________________________________
Framhald-27.apríl
Og þá fékk ég póst frá Orkuveitunni í dag sem endurspeglar enn frekar reikningshæfileika-(eða kannski frekar skort). Senda bréf dagsett 16. apríl en póstleggja daginn áður en frestur er gefinn til að greiða rennur út. Fékk þetta loks í póstkassann 2-3 dögum eftir að hann rann út-til hvers að senda þennan póst?!
_______________________________________________________________
Málið loks afgreitt - 14. maí
Hafði loks samband við Neytendasamtök og hér er niðurstaðan úr því. Það er engu að síður margt skrýtið í þessu.
"Samkvæmt gildandi lögum hefur Orkuveitan heimild til að byggja orkureikninga á áætlun um orkunotkun viðskiptavinar og innheimta reglulega samkvæmt slíkri áætlun. Þetta eru nefndir áætlunarreikningar, en þá reikninga skal sannreyna um það bil árlega. Samkvæmt reglugerðinni áttir þú rétt á að krefjast aukaálestrar og uppgjörs miðað við mælda notkun, en það gegn greiðslu aukagjalds. "
Hvað þýðir þetta þá að fyrir þá fyrir almenna neytendur sem biðja ekki um aukaálestur? Að þeir bíði eftir því að OR. sendi mann á staðinn eftir heilt ár til að gera upp við fyrrum leigjendur eða aðra-og senda inneign/kröfu eftir því? Það er því miður alltof langur tími-hvað þá til að gæta réttlætis-hver veit hversu mikið eða lítið næsti maður notar rafmagn mikið-þrátt fyrir ágætar áætlanir hjá OR.-þær eru bara jú, áætlanir.
Þrátt fyrir þessar reglur þá var að lokum samt tekið mark á lokaálestri frá mér hjá O.R.. því hann var tilgreindur nákvæmlega á næsta reikningi sem ég fékk frá þeim. En hvað það er furðulegt sá reikningur upp á '0' krónur var líka merktur 'Uppgjörsreikningur' -skráður þannig í netbanka með vitlausu heimilisfangi að sjálfsögðu-götuheiti nokkurn veginn rétt en vitlaust póstnúmer. Þetta er nú annar reikningur í röð frá þeim merktur 'Uppgjör'-eitthvað verða þau mörg þarna hjá þeim-kannski þeir ættu að merka þá 'Uppgjör númer 1' og koll af kolli! Þeir gátu fyllilega miða við þetta, að þeir tóku mark á álestrinum gert upp að fullu strax um næstu mánaðarmót en gerðu ekki. Er ekki allt í lagi að gera upp málin strax þegar þau eru ljós? Þeir kusu þess í stað að hanga í einhverja upphæð sem ég átti greinilega inni miða við þessa ofrukkun og bíða til þar næstu mánaðarmóta til að ganga rétt frá málum. Þar sem sannleikur var ljós var í rauninni verið að taka lán hjá neytanda sem enginn ástæða var til að gera.
Í millitíðinni smurðu þeir dráttarvexti (einnig af inneigninni) og innheimtugjöld meðan maður var að rannsaka ástæður fyrir þessu. Þeir voru með einhverja útúrdúra þegar spurt var af hverju þeir færu frekar eftir áætlun heldur en álestur. Hefðu einfaldlega getað bent á þessar reglur sem því miður eru neytendum alls ekki í hag-Alþingi hefur sett þeim ansi frjálslegar reglur m.t.t. innheimtu. Maður hefði alveg látið nægja að fara eftir reglunum þó skrýtnar eru. Held ég sé farinn að skilja af hverju Klæðning eru í deilum við þá út af reikningum.
Bloggar | Breytt 14.5.2009 kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áritanir til útlanda-danska sendirráðið í Tælandi
19.3.2009 | 16:06
Eigi vissi ég það, en þetta vakti athygli mína í dag. Ég fór að skoða vefsíðu danska sendirráðsins í Tælandi sem sér um vegabréfsáritanir til Íslands. Mér hefur um nokkurt skeið fundist afgreiðsla Útlendingastofnunarinnar eitthvað hæg hérlendis. En þá verður maður var við það að Danir eiga mjög annríkt líka eða þeir hafa fáa menn til að sinna málum. Þetta stendur á vefsíðu þeirra:
"As of 19 March 2009 the waiting time to submit an application for visit visa is 1 April 2009 but it can quickly change."
Sem þýðir maður þarf að panta tíma til að skila inn umsóknum fyrir 'heimsóknar'-áritun! Þá er 1-2 tíma bið hérna til að skila inn gögnum lítil miða við 10-12 daga hjá Dönum. Nú veit ég ekki ýkja mikið um þessi mál en er svipaður hægagangur í öðrum löndum?
PS. Einnig er varað við því á síðu Dana að einhverjir óprúttnir aðilar hafa verið að taka að sér að útbúa umsóknir og taka fyrir ansi hátt gjald-Danir segja þetta ónauðsyn og þeir veiti allar hjálp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)