Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Sjálfsagt mál

Hvernig átti að fara leynt með þetta þegar vitað var að aðilinn fengi réttinn gegnum tillögu allsherjarnefndar þingsins?-það vantar bara við fáum þá ekkert að vita hvað gengur á þarna. Nóg vitum við þegar ekki-hvað er/hefur verið í gangi bak við tjöldin. Það hefði kannski mátt látið nægja að segja þetta væri tengdasonur einhvers ráðherra-en það hefði dugað stutt.

Af því sem ég sá og gat greint í Kastljósinu fannst mér þeir taka rétt á þessu-einfaldlega út af því þetta er tortyggilegt mál. Að menn séu að leggja sig fram um að veita einhverjum leyfi-sem uppfyllir ekki skilyrði og er ekki í neinni biðröð eins og allir aðrir hafa þurft að vera í. En svo heppilega vill til að aðili þekkir rétta manninn. 

Óska parinu velfarnaðar hvar svo sem það stendur í framtíðinni. Persónulega er mér alveg sama um hver fékk leyfið (eins lengi og er ekki glæpamaður)-mér finnst bara lítið um þá í kerfinu sem láta ekki allt ganga jafnt yfir alla sökum kunningskapar. Ég meina það, 'veiting með lögum' (því ekki uppfyllti aðilinn skilyrðin)? Er þetta ekki íslenska leiðin, setjum bara lög til að þjóna okkur-eins og góð lög um laun þingmanna.

Hvað er þá næst núna, mál við Moggann fyrir að fjalla um þetta og tilgreina allt um málið, fjárhæðir og nöfn?  Leiðinlegt það skuli ekki verið hægt að kaupa sig aftur í tímann...

Þegar ljóst var um þessi tengsl þá hefði átt að taka málið upp aftur og ganga frá því þannig að almenningur-væri sáttur um að málið hefði verið afgreitt á réttlátan máta. Hvað hefði þurft þá til-kæru(r), aðra búsáhaldabyltingu til að eitthvað yrði gert meira en að fjalla um málið (án þess að eiga á hættu að manni yrði stefnt). Geta aðrir Íslendingar farið þessa leið og beðið fyrir borgararétt handa nákomnum útlendingum  með lögum-það er þá fordæmi komið!

Vil biðja um bæklinginn um hvernig á að fara að þessu það kæmi kannski að notum seinna.


mbl.is Kastljós sýknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklingsreikningur frá Orkuveitunni-vitlaust rukkað

Margt skrýtið í þessum heimi. Hef aldrei sjálfur veitt reikningum neinum áhuga og talið bestu afgreiðslu að greiða þá bara þegjandi og hljóðalaust. Þangað til nú þegar ég flutti úr gamla leiguhúsnæðinu og þurfti að segja upp áskrift af rafmagnsreikningi. Staðreyndir málsins:

  • Sagði upp áskrift af rafmagni hjá O.R. 30. mars. Tilkynnti notendaskipti vegna flutninga til O.R. gegnum rafrænt eyðublað á heimasíðu þeirra sama dag.
  • Las þá lokastöðuna af mæli og sendi þeim það einnig með rafrænu eyðublaði til þeirra. Lokastaðan var því 44024 kWh þann 30.mars.
  • Ég hélt þeir myndu senda mér reikning í samræmi við lokaniðurstöðu mælis-44024 kWh. Það væri því einfalt mál fyrir þá að nota síðustu mælingu þeirra sem skv. yfirliti var framkvæmd 25. febrúar og mínusa það frá lokatölunni- en þess í stað er gefinn út reikningur með áætlun fyrir tímabil frá síðasta álestri þeirra þann 25.02 til 1.04 sem er í engu samræmi við raunveruleika. Fékk út mismun upp á 197,5 kWh milli raunveruleika og þeirra áætlunar þó svo 2 dagar sem eru á milli 30. mars og 1. apríl yrðu teknir með.

Af hverju nota þeir ekki og rukka miða við lokaniðurstöðu af álestri mælis sem þeir bjóða manni að senda sér og rukka eftir því? Þeir fengu að vita stöðuna áður en þeir gerðu reikning en kjósa að láta mann 'lána' sér umfram pening (út á áætlun sem er algerlega óþörf) sem maður veit ekkert hvort maður hefði fengið í hendurna seinna. Þeir vilja því frekar fara eftir 'áætlun' þegar það er þeim í hag en ég kýs sjálfur að greiða eftir raunveruleika. Fer að hljóma eins og 'áætluð viðskiptavild' alls staðar nú til dags sem og steypti ýmsum í koll...

Við þessum athugasemdum mínum til O.R. gegnum tölvupóst fékk ég frekar loðin og óskiljanleg svör sem snérust alls ekki um að útskýra þennan mun sem beðið var útskýringar á.

Kannski best að snúa sér til neytendasamtaka-manni skilst að það kosti kringum 4.500 krónur að fá aðstoð við einstök mál þegar búið er að reyna ná sáttum og ekkert gengur.

(Læt fylgja hér mynd til að útskýra)

or-reikningur_826072.jpg_________________________________________________________________

Framhald-27.apríl

Og þá fékk ég póst frá Orkuveitunni í dag sem endurspeglar enn frekar reikningshæfileika-(eða kannski frekar skort). Senda bréf dagsett 16. apríl en póstleggja daginn áður en frestur er gefinn til að greiða rennur út. Fékk þetta loks í póstkassann 2-3 dögum eftir að hann rann út-til hvers að senda þennan póst?!

Orkuveitufrestur

 

 

 

 

 

 

 

 

_______________________________________________________________

 Málið loks afgreitt - 14. maí

Hafði loks samband við Neytendasamtök og hér er niðurstaðan úr því.  Það er engu að síður margt skrýtið í þessu.

"Samkvæmt gildandi lögum hefur Orkuveitan heimild til að byggja orkureikninga á áætlun um orkunotkun viðskiptavinar og innheimta reglulega samkvæmt slíkri áætlun. Þetta eru nefndir áætlunarreikningar, en þá reikninga skal sannreyna um það bil árlega. Samkvæmt reglugerðinni áttir þú rétt á að krefjast aukaálestrar og uppgjörs miðað við mælda notkun, en það gegn greiðslu aukagjalds. "

Hvað þýðir þetta þá að fyrir þá fyrir almenna neytendur sem biðja ekki um aukaálestur? Að þeir bíði eftir því að OR. sendi mann á staðinn eftir heilt ár til að gera upp við fyrrum leigjendur eða aðra-og senda inneign/kröfu eftir því? Það er því miður alltof langur tími-hvað þá til að gæta réttlætis-hver veit hversu mikið eða lítið næsti maður notar rafmagn mikið-þrátt fyrir ágætar áætlanir hjá OR.-þær eru bara jú, áætlanir.

Þrátt fyrir þessar reglur þá var að lokum samt tekið mark á lokaálestri frá mér hjá O.R.. því hann var tilgreindur nákvæmlega á næsta reikningi sem ég fékk frá þeim. En hvað það er furðulegt sá reikningur upp á '0' krónur var líka merktur 'Uppgjörsreikningur' -skráður þannig í netbanka með vitlausu heimilisfangi að sjálfsögðu-götuheiti nokkurn veginn rétt en vitlaust póstnúmer. Þetta er nú annar reikningur í röð frá þeim merktur 'Uppgjör'-eitthvað verða þau mörg þarna hjá þeim-kannski þeir ættu að merka þá 'Uppgjör númer 1' og koll af kolli! Þeir gátu fyllilega miða við þetta, að þeir tóku mark á álestrinum gert upp að fullu strax um næstu mánaðarmót en gerðu ekki. Er ekki allt í lagi að gera upp málin strax þegar þau eru ljós? Þeir kusu þess í stað að hanga í einhverja upphæð sem ég átti greinilega inni miða við þessa ofrukkun og bíða til þar næstu mánaðarmóta til að ganga rétt frá málum. Þar sem sannleikur var ljós var í rauninni verið að taka lán hjá neytanda sem enginn ástæða var til að gera.

Í millitíðinni smurðu þeir dráttarvexti (einnig af inneigninni) og innheimtugjöld meðan maður var að rannsaka ástæður fyrir þessu. Þeir voru með einhverja útúrdúra þegar spurt var af hverju þeir færu frekar eftir áætlun heldur en álestur. Hefðu einfaldlega getað bent á þessar reglur sem því miður eru neytendum alls ekki í hag-Alþingi hefur sett þeim ansi frjálslegar reglur m.t.t. innheimtu.  Maður hefði alveg látið nægja að fara eftir reglunum þó skrýtnar eru. Held ég sé farinn að skilja af hverju Klæðning eru í deilum við þá út af reikningum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband