Reglur til hvers?
12.5.2009 | 03:06
Og á sama tíma má fólk sem er komið lengra en Japsy og komið með íslenskan ríkisborgararétt ekki hafa börnin sín-dætur eða syni fyrr en þau hafa haft þann rétt í 6 ár-biðin eftir ríkisborgararétt til að byrja með er svipaður þannig þetta gerir um 12 ár. Greinarmunur virðist vera á manneskju sem hefur haft réttinn í minna og yfir 6 ár-hvernig það er tilkomið skil ég ekki-hélt að um allt eða ekkert væri að ræða. Tek fram að um fólk utan EES er að ræða þar sem við sýnum tvöfalt 'siðgæði' í þeim efnum-fólk er ekki bara fólk hér heldur gerum við mun á uppruna þess m.t.t. landsins sem það fæðist í! Og hérna er ein góð frétt - kemur ekki á óvart að Seyðfirðingar biðji um þetta í ljósi svona atburða. Margt gott bloggað þarna-mjög mikið reyndar en virðist engir eftirmálar hafa orðið af þessu að lokum. Til hvers eru reglur ef er verið að brjóta þær? Reglur eru mjög skýrar hvað varða tímamörk til að fá t.d. ríkisborgarétt-15 mánuðir á dvalarleyfi námsmanna er bara hreinlega mismunum, brot, og brandari því einu leyfi sem gefa einhvern rétt eru atvinnuleyfin sem gefa með tíma rétt til búsetuleyfis sem loksins gefa rétt á að sækja um ríkisborgarétt-og síðast þegar ég skoðaði er Brasília ekki í EES!
Ég hélt að allir væru jafnir - en augljóslega ræður 'tengslanetið' meira stundum en hvort manneskjan er góð eður ei. Dæmi er til um manneskju sem hefur verið til fyrirmyndar, borgað sýna skatta, farið í skóla, verið hér í 4-5 ár, á móður með íslenskan ríkisborgarétt en henni var samt vísað úr landi þegar námsmannaleyfið rann út eða atvinnuleyfi fékkst ekki útgefið þar sem EES manneskjur hafa forgang-burtséð frá því hvort þær kunni eiginlega minna eða meira í máli okkar eða hafa verið hér skemur.
Ég spyr er rétt að slíta svona órjúfanlegum tengslum milli fólks-og láta það borga til að ferðast til foreldra sinna og fá bara vera á landinu 3 mánuði í senn?-það eru því miður ekki margir sem hafa efni á því-hef alla vega grun um að margir í austurlöndum hafi það ekki eins gott efnahagslega og margir Evrópubúar. Maður spyr sig-eins og einn maðurinn sagði á borgarafundi. Bendi á síðu - velja úr tónlistarspilara 'Borgarhreyfingin-03' til hægri á spássíu. Tek fram að ég kaus því miður ekki í síðustu kosningum-hef reyndar aldrei nýtt mér þann rétt.
Fleiri molar: Ragna segir: "...stjórnsýslan verður að vera jöfn fyrir alla..."
Indverskri konu ekki vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reglurnar sem eru til staðar eru heimskulegar og tilgangslausar og við ættum að losa okkur við þær og opna einfaldlega landamærin fyrir öllum sem vilja koma hingað.
útlendingastofnun er byggð á nasískum grunni(http://this.is/nei/?p=4242) og það væri réttast að brenna hana til grunna.
Nafn: 12.5.2009 kl. 15:24
Þakka þér Ísak fyrir undirtektir. Við athugasemd 2-er ekki búin að lesa greinina en geri það. Já, maður getur nú bara spáð hvað mundi gerast ef yrði opnað alfarið-erfitt að segja. Get bara bent á að sumir vilja fara varlega og mannréttindaskrifstofa þar á meðal-þeir sýna skilning á því að sumir vilji hefta flæðið. En legg núverandi aðferðir í efa samt. Þeir hafa t.d. ekki skilgreint hjá sér hvað leyfi vegna 'mannúðarástæðna' er nákvæmlega-finnst það lélegt að svona alvarlegt skuli vera komið undir skoðun einstaklinga.
En erum þó sammála um að reglum þurfi að breyta. Spyr mig síðan hvernig Vinnumálastofnun metur 'hæfi' hvers og eins-eins og í tilfellinu á Seyðisfirði. Held nú heimamenn hafi meira vit á því en stofnunin hvort sambærilega manneskju sé að finna-hvernig ætla þeir t.d. að taka mið af 2 ára starfsreynslu hennar?
Heyrist stofnunin ekkert ætla taka mark á undirskriftalistum skv. fréttum í útvarpi-en held þeir hafi nú löngu tapað trúverðugleika sínum eftir málið með Jónínu. Kannski 'indverska konan' ætti bara sækja um leyfi endurtekið þar sem það getur tekið um 3 mánuði að afgreiða svona umsóknir-og ef umsækjendur eru tímanlegir að sækja um nýtt áður en eldra rennur út þurfa þeir ekki að yfirgefa land meðan verið er að vinna úr umsóknum.
Er ekki hægt að komast þarna inn bakdyramegin hjá þeim og fá útgefið eitt stykki leyfi stimplað með upphafstöfum einhvers sem enginn getur lesið? Jæja, ef einhver vill styðja er hér slóðin á 'fésbók' hópsins til stuðnings konunnar: http://www.facebook.com/group.php?gid=95718359202&ref=ts
Max, 13.5.2009 kl. 16:49
Var að lesa þessa grein. Merkileg grein. Fannst standa upp úr:
"...Lagaákvæði „heimila“ stofnuninni á ótal forsendum að vísa fólki frá landi, en skylda hana hvorki til þess né meina henni það nema í undantekingatilfellum. Embætti með svo víðtækar heimildir til að skipa málum eftir eigin geðþótta virðist sjálf móta stefnu sem ætti með réttu að vera í höndum lýðræðislegra stofnana..."
og
"...stefna í málefnum útlendinga almennt og flóttamanna eða hælisleitenda sérstaklega hefur aldrei verið rædd á lýðræðislegum vettvangi eða mótuð opinberlega, heldur mótast af hefð innan embætta, og þá einkum innan Útlendingastofnunar..."
Svei mér, miða við þessa grein þá þarf að taka rækilega til hér!-þetta á ekki að falla í skugganum af efnahagsvandræðum-við erum jú að tala um mannréttindi. Til ykkar sem státið síðan af því í fjölmiðlum að við séum að leggja rækt við innflytendjamál, halda kynningar á menningu þeirra og slíkt finnst mér það nú 'hræsni' miða við hvernig sannleikurinn er í raun á mannréttindamálum þeirra. Auðvitað gengur ykkur ekkert illt til en kannski er það sem við 'sjáum' ekki mikilvægara fyrir útlendingana-pælið í því frekar. Þó það sé gaman að horfa á þjóðdansa ólíkra menningar í sjónvarpi á Íslandi er hitt mikilvægara mál!
Max, 13.5.2009 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.