Boðsbréf-um vegabréfsáritanir hjá Útlendingastofnun

Vinsælt hjá mér að blogga um málefni Útlendingastofnunarinnar-enda persónulega mikið á móti og er ekkert að fela það. En var að uppgötva eitt af mörgu sem mætti lagfæra. Á vefnum þeirra er þess getið að fyrir umsókn um vegabréfsáritun þurfi m.a. 'boðsbréf'. Ákveðinn aðili hafði ekki hugmynd um hvernig þetta ætti að líta út og hvergi er að finna 'staðlað' form á þessu á vef þeirra. Ég hef nú bent þeim á eitt og annað sem má lagfæra á vefnum en hef jafnan ekki fengið svör eða séð lagfæringar í framhaldi.

Á vef danska sendirráðsins í Tælandi sem sér um málefni fyrir Íslands hönd er sagan önnur-þar er ákveðið boðsbréf sem gerði er krafa um að fylla út og mikilvægt segja þeir að fylgi með umsóknum. Hér er síðan slóðin á vegabréfáritanir í Tælandi til Íslands ef einhver vill nýta sér og slóð á boðsbréf á ensku/dönsku. Að auki má benda á að þeir segja á utl.is að afgreiðslutími vegabréfsáritana er u.þ.b. 6 vikur. Nýjustu upplýsingar (20.maí 2009) segja að afgreiðslutíminn er 6-8 vikur segja Danir í það minnsta en hef grun um að þeir fylgi "leiðbeiningum" frá Íslandi í þessu. Ég mundi segja að 8 vikur rúmast ekki innan þess sem menn kalla "u.þ.b. 6 vikur"- 33% aukning! Þeir ættu að sjá sóma sinn í að hafa upplýsingar nákvæmari og ef þær hafa einfaldlega breyst þá að uppfæra tímanlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband