Mega starfsmenn tjá sig um einstök mál?
3.12.2009 | 06:16
Oft þegar viðkemur þessari stofnun í fjölmiðlum og starfsmenn beðnir skýringa þá bera þeir fyrir sér þeir megi ekki tjá sig um einstök mál. Er þetta þá ekki algilt? Sjálfur skil ég ekki þessa reglu og vildi helst að hafa þessi mál fyrir opnum tjöldum kjósi einstaklingar sem málin varða svo-því þó einstaklingar hafi ekki efni á góða lagalega hjálp má vera að samborgarar sjá pott brotinn og bendi á mistök-sem 'kerfið' er ekki laust við.
Hvað varðar að sanna trygga framfærslu, er ekki bara hægt að gera eins og sumir víkingar og slá einhver stór lán og leggja inn á bankareikning? Er hægt að tryggja einhverjum 'trygga' framfærslu á þessum tímum þegar atvinnuleysi, niðurskurður o.þ.h. ríkir hér? Þá má viðkomandi búa við það næstu fjögur ár að sækja um leyfi á ársgrundvelli og vona honum verði ekki synjað-en geta menn nú tekið föggur sínar og byrjað upp á nýtt annars staðar eftir 1-2 ár eins og ekkert hafi í skorist?-glaður er ég að þurfa ekki að búa við slikt óöryggi og sannar að betra er að vera fæddur hér eða vera Evrópubúi sem við eigum svo margt sameiginlegt með-eða þannig?
Frost getur dvalið hér áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.