Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Áritanir til útlanda-danska sendirráðið í Tælandi
19.3.2009 | 16:06
Eigi vissi ég það, en þetta vakti athygli mína í dag. Ég fór að skoða vefsíðu danska sendirráðsins í Tælandi sem sér um vegabréfsáritanir til Íslands. Mér hefur um nokkurt skeið fundist afgreiðsla Útlendingastofnunarinnar eitthvað hæg hérlendis. En þá verður maður var við það að Danir eiga mjög annríkt líka eða þeir hafa fáa menn til að sinna málum. Þetta stendur á vefsíðu þeirra:
"As of 19 March 2009 the waiting time to submit an application for visit visa is 1 April 2009 but it can quickly change."
Sem þýðir maður þarf að panta tíma til að skila inn umsóknum fyrir 'heimsóknar'-áritun! Þá er 1-2 tíma bið hérna til að skila inn gögnum lítil miða við 10-12 daga hjá Dönum. Nú veit ég ekki ýkja mikið um þessi mál en er svipaður hægagangur í öðrum löndum?
PS. Einnig er varað við því á síðu Dana að einhverjir óprúttnir aðilar hafa verið að taka að sér að útbúa umsóknir og taka fyrir ansi hátt gjald-Danir segja þetta ónauðsyn og þeir veiti allar hjálp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)