Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Á vef Félags-og Tryggingamálaráðuneytis í fréttatilkynningu frá 3. maí 2005 er að finna þessa fréttatilkynningu:
"Forgangur ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins undirstrikaður enn frekar
Með lögum þessum er forgangur ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins undirstrikaður enn frekar. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að skapa skilyrði fyrir fulla atvinnu, bætt lífskjör og starfsskilyrði á svæðinu. Í skuldbindingum íslenskra stjórnvalda felst að þau veiti launamönnum sem eru ríkisborgarar aðildarríkjanna forgang að innlendum vinnumarkaði. Verður þeirri stefnu áfram framfylgt við framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga og atvinnurekendur hvattir til að leita eftir vinnuafli á sameiginlegum innri markaði."
Mér finnst þessi grein vera í mótsögn við sjálfa sig. Spurning höfundar er þessi. Hvernig á samfélag að verða betra þegar uppruni en ekki hæfni einstaklings ræður því hvort hann fái tiltekið starf á Íslandi? Ég er aðallega hugsa þetta í samhengi við einstaklinga utan EES sem fyrirtæki vill hafa áfram í vinnu en ekki gengið að endurnýja árlega atvinnuleyfið út af þessari fáranlegri stefnu sem Vinnumálastofnun er sífellt að vísa til við veitingu atvinnuleyfa til starfsfólks utan EES. Forgangur út af uppruna-hver er höfundur að svona stefnum eiginlega! Á erfitt með að skilja hvernig samningur sem á rætur að rekja til Evrópu - þar sem maður skyldi ætla að mannréttindi er í hávegum höfð - skuli hafa orsakað þessa stefnu á Íslandi-en miða við allt annað frá stjórnmálamönnum hér þá kannski kemur þetta ekki mjög á óvart.
Skv. þessu má ekki ráða einstakling utan EES nema sýnt þyki að ekki hafi fundist einstaklingur innan EES í starfið. Það þýðir að fyrirtæki þurfa þá að leggja á sig kostnað við að finna og jafnvel flytja fólkið hvar sem það síðan finnst á EES svæðinu. Hvort það sinnir starfinu jafnvel er annað mál. Allt þetta þegar á staðnum var fyrir einstaklingur með reynsluna fyrir hendi, kunni íslensku en bara hafði ekki rétta upprunann! Hvernig á þjóðfélag að tryggja bætt lífskjör þegar jafnvel samkeppnishæfni einstaklinga er gerður að engu í nafni uppruna þess?
Ég er í sjálfu sér ekkert að mæla með að 'opna' endilega allt landið-en vil að við sýnum öllum útlendingum lagalegt jafnræði óháð uppruna og láta fólkinu hér ráða því hvern það telur best til fallinn í störfin og halda áfram að leyfa þeim sem vel hafa reynst áfram en að fara skipta þeim út fyrir EES einstaklinga sem eru nýtilkomnir. Einstaklingar sem hafa kannski engar áætlanir gert um framtíð hér eins og aðrir sem hafa verið hér lengur. Afskipti svona laga er allt að því móðgandi-þau eiga segja mönnum hvern best er að ráða!? Þessi stefna er félagslega, efnahagslega og mannréttindalega röng.
Ættum að skoða 'Lögin um útlendinga' og breyta þeim síðan í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands-ég neita að trúa því að aðild að EES mundi leggjast gegn lögum sem síðan yrðu samin með hliðsjón af mannréttindum. EES hlýtur í það minnsta að viðurkenna almenn mannréttindi og þessi skrifstofa hefur nú þegar skrifað umsagnir um þessi lagafrumvörp og gagnrýnt þau-væri ekki fínt að nýta sér störf skrifstofunnar við gerða nýrra laga?
Fólk innan EES hefur þegar oft forskot á aðra einstaklinga (t.d. út frá menningu og skilyrðum til dvalar hér), og við getum áfram tryggt frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins. Við verðum að koma þessu á sjálf þar sem útlendingar munu ekki berjast fyrir þessu sjálfir. Merkilegt er að fyrstu lexíurnar sem við kennum þeim úr íslensku samfélagi er að við stundum ójöfnuð gagnvart þeim. Er það vel til þess fallið að vekja þeim traust í okkar garð?
"hvattir til að leita eftir vinnuafli á sameiginlegum innri markaði."-Ójá segið mér þetta er fjölmenningarsamfélag sem gætir jafnræðis í málefnum útlendinga!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2009 kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfsagt mál
28.5.2009 | 18:01
Hvernig átti að fara leynt með þetta þegar vitað var að aðilinn fengi réttinn gegnum tillögu allsherjarnefndar þingsins?-það vantar bara við fáum þá ekkert að vita hvað gengur á þarna. Nóg vitum við þegar ekki-hvað er/hefur verið í gangi bak við tjöldin. Það hefði kannski mátt látið nægja að segja þetta væri tengdasonur einhvers ráðherra-en það hefði dugað stutt.
Af því sem ég sá og gat greint í Kastljósinu fannst mér þeir taka rétt á þessu-einfaldlega út af því þetta er tortyggilegt mál. Að menn séu að leggja sig fram um að veita einhverjum leyfi-sem uppfyllir ekki skilyrði og er ekki í neinni biðröð eins og allir aðrir hafa þurft að vera í. En svo heppilega vill til að aðili þekkir rétta manninn.
Óska parinu velfarnaðar hvar svo sem það stendur í framtíðinni. Persónulega er mér alveg sama um hver fékk leyfið (eins lengi og er ekki glæpamaður)-mér finnst bara lítið um þá í kerfinu sem láta ekki allt ganga jafnt yfir alla sökum kunningskapar. Ég meina það, 'veiting með lögum' (því ekki uppfyllti aðilinn skilyrðin)? Er þetta ekki íslenska leiðin, setjum bara lög til að þjóna okkur-eins og góð lög um laun þingmanna.
Hvað er þá næst núna, mál við Moggann fyrir að fjalla um þetta og tilgreina allt um málið, fjárhæðir og nöfn? Leiðinlegt það skuli ekki verið hægt að kaupa sig aftur í tímann...
Þegar ljóst var um þessi tengsl þá hefði átt að taka málið upp aftur og ganga frá því þannig að almenningur-væri sáttur um að málið hefði verið afgreitt á réttlátan máta. Hvað hefði þurft þá til-kæru(r), aðra búsáhaldabyltingu til að eitthvað yrði gert meira en að fjalla um málið (án þess að eiga á hættu að manni yrði stefnt). Geta aðrir Íslendingar farið þessa leið og beðið fyrir borgararétt handa nákomnum útlendingum með lögum-það er þá fordæmi komið!
Vil biðja um bæklinginn um hvernig á að fara að þessu það kæmi kannski að notum seinna.
Kastljós sýknað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 2.6.2009 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vesælt hægvirkt kerfi
21.5.2009 | 18:17
Óljóst hverju samningar við Tortola skila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2009 kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Boðsbréf-um vegabréfsáritanir hjá Útlendingastofnun
20.5.2009 | 05:08
Vinsælt hjá mér að blogga um málefni Útlendingastofnunarinnar-enda persónulega mikið á móti og er ekkert að fela það. En var að uppgötva eitt af mörgu sem mætti lagfæra. Á vefnum þeirra er þess getið að fyrir umsókn um vegabréfsáritun þurfi m.a. 'boðsbréf'. Ákveðinn aðili hafði ekki hugmynd um hvernig þetta ætti að líta út og hvergi er að finna 'staðlað' form á þessu á vef þeirra. Ég hef nú bent þeim á eitt og annað sem má lagfæra á vefnum en hef jafnan ekki fengið svör eða séð lagfæringar í framhaldi.
Á vef danska sendirráðsins í Tælandi sem sér um málefni fyrir Íslands hönd er sagan önnur-þar er ákveðið boðsbréf sem gerði er krafa um að fylla út og mikilvægt segja þeir að fylgi með umsóknum. Hér er síðan slóðin á vegabréfáritanir í Tælandi til Íslands ef einhver vill nýta sér og slóð á boðsbréf á ensku/dönsku. Að auki má benda á að þeir segja á utl.is að afgreiðslutími vegabréfsáritana er u.þ.b. 6 vikur. Nýjustu upplýsingar (20.maí 2009) segja að afgreiðslutíminn er 6-8 vikur segja Danir í það minnsta en hef grun um að þeir fylgi "leiðbeiningum" frá Íslandi í þessu. Ég mundi segja að 8 vikur rúmast ekki innan þess sem menn kalla "u.þ.b. 6 vikur"- 33% aukning! Þeir ættu að sjá sóma sinn í að hafa upplýsingar nákvæmari og ef þær hafa einfaldlega breyst þá að uppfæra tímanlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2009 kl. 07:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er búinn að vera kynna mér hvað fólk segir um þetta mál og finnst eitt og annað skrýtið. Ef þessi maður er flóttamaður eigum við þá að refsa honum fyrir það að hann kynni að hafa talið sig í það mikilli hættu og þurft að brjóta lög - án þess þó að stofna öðrum í hættu-er þetta ekki einfaldlega það sem sumir flóttamenn þurfa grípa til þess að koma sér undan lífshættu?
Hvað varðar okkar 'blessaða' útlendingastofnun þá finnst mér að þeir þurfi eindfaldlega að breyta reglunum- þannig þær taki mið af mannréttindarsjónarmiðum-þá meina ég líka burtséð frá uppruna fólks. Þá ætti stofnunin að geta vísað beint í reglur og rökstutt afhverju þessi maður ætti/eða ætti ekki að fá leyfi. Það á ekki að vera komið undir 'klíkuskap' eða hvernig dagsform er hjá mönnum í stofnuninni.
Sbr.:"Lausnin á þessu er að hún tengi sig við einhvern alþingismann, reynslan sýnir að ekki þarf að uppfylla nein skilyrði ef maður er tengdur elítunni, Bjarni Ben sannaði það þegar hann var formaður forsætisnefndar og hann gaf stúlku íslenskan ríkisborgararétt sem uppfyllti engin skilyrði en tengdist Jónínu Bratmarz, stúlkan, sem var á leið í nám erlendis vantaði lán frá LÍN."
Við þurfum lýðræðislega umræðu um mál stofnunnarinnar-en auðvitað er það svo eldfimt mál að enginn þorir að snerta á því án þess að brenna sig-skora á stjórnendur þjóðar að gera það-þegar þeir hafa afgreitt og hjálpað okkur úr kreppunni. Er orðinn leiður á þessari blindni t.d. fjölmiðla sem birta sjónvarpsvænt efni um innflytjendur á hátíðisdögum en lítið rætt um rétt þeirra í stóru stofnunni okkar-þetta er eitt af málunum sem eru stærri en hvort menn eiga að vera með bindi á Alþingi. T.d. leyfi mér að benda á mismunun gagnvart tvenns konar fólki-sem er innan og utan EES. EES fólk á alltaf forgang hvort sem fólk utan þess hefur verið hér lengur og aðlagast samfélagi okkar betur. (Þarfa að ráða fleiri þarna til að forgangsraða málunum rétt á Alþingi?) .
Þá virðist stofnunin líka gera það 'viljandi' að nýta sér allan þann afgreiðslutíma sem þeir taka fram að er um 3 mánuðir t.d. vegna dvalarleyfa í atvinnuskyni. Í tilfelli Mansrís segir: "auk þess hve málið hafi dregist lengi í meðförum Útlendingastofnunar að ástæðulausu, eða frá ágúst 2007 til ágúst 2008." Finnst mér skammarlegt þessi bið-og það hann skyldi vera að bæta fleiri gögnum seinna meir þá hefur hann samt 'gleymst'?. Þeir gera þetta fyrir önnur leyfi þó þeir kunni að vera búnir að komast að niðurstöðu fyrr.
Veit um mann sem hringdi út af leyfi á fimmtudegi en þá voru komnir yfir 90 dagar. Starfsmaður svaraði og sagði að póstur hefði verið sendur fyrir helgi. Bréfið barst en var póstlagt á mánudegi helgina eftir-líklegt þykir að þeir hefðu loks farið í málið eftir símhringingu! Hann var líka búinn að hringja reglulega og fékk þau svör að málin væru í eðlilegum farvegi, þó svo að málið væri að hluta undir Vinnumálastofnun en hún skilaði inn áliti sínu eftir um mánuð-sem skýrir ekki þessa 2ja mánaða bið með svari frá Útlendingastofnun. Ekki mjög skilvirkt kerfi-biðin getur kostað öðrum veruleg óþægindi, og ef synjun er málið er ekki bara fínt að lágmarka skaðann gagnvart umsækjendum og láta þá vita sem fyrst-þó þannig að farið sé yfir málið nákvæmlega en reikna með það ætti að geta tekist á skemmri tíma en 3 mánuði með stofnun sem menn segja að um yfir 30 manns starfi hjá.
Eins og segir víðar: "Kannast reyndar svolítið til starfa þessarar stofnunnar og get alveg sagt það að hver einasta heimild til að láta innflytjendur eða hælisleitendur bíða, hún er nýtt. 90 daga leyfður vinnslutími? færð svar eftir 90 daga þó svo að vinnslan taki bara 30 daga."
http://skastrik.blog.is/blog/skastrik/entry/841442/
Það hefur líka verið í umræðunni hvað þetta kostar fyrir íslendinga að vera með hælisleitendur-ef stofnunin hefði afgreitt með synjun fyrr þá hefði verið hægt að spara eitthvað. Veit nú ekki hvað þetta kostar en þær tölur eru eitthvað á reiki hjá með/móti fólki-en skiptir það máli þegar um mannslíf er að ræða?
Fái leyfið af mannúðarástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2009 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reglur til hvers?
12.5.2009 | 03:06
Og á sama tíma má fólk sem er komið lengra en Japsy og komið með íslenskan ríkisborgararétt ekki hafa börnin sín-dætur eða syni fyrr en þau hafa haft þann rétt í 6 ár-biðin eftir ríkisborgararétt til að byrja með er svipaður þannig þetta gerir um 12 ár. Greinarmunur virðist vera á manneskju sem hefur haft réttinn í minna og yfir 6 ár-hvernig það er tilkomið skil ég ekki-hélt að um allt eða ekkert væri að ræða. Tek fram að um fólk utan EES er að ræða þar sem við sýnum tvöfalt 'siðgæði' í þeim efnum-fólk er ekki bara fólk hér heldur gerum við mun á uppruna þess m.t.t. landsins sem það fæðist í! Og hérna er ein góð frétt - kemur ekki á óvart að Seyðfirðingar biðji um þetta í ljósi svona atburða. Margt gott bloggað þarna-mjög mikið reyndar en virðist engir eftirmálar hafa orðið af þessu að lokum. Til hvers eru reglur ef er verið að brjóta þær? Reglur eru mjög skýrar hvað varða tímamörk til að fá t.d. ríkisborgarétt-15 mánuðir á dvalarleyfi námsmanna er bara hreinlega mismunum, brot, og brandari því einu leyfi sem gefa einhvern rétt eru atvinnuleyfin sem gefa með tíma rétt til búsetuleyfis sem loksins gefa rétt á að sækja um ríkisborgarétt-og síðast þegar ég skoðaði er Brasília ekki í EES!
Ég hélt að allir væru jafnir - en augljóslega ræður 'tengslanetið' meira stundum en hvort manneskjan er góð eður ei. Dæmi er til um manneskju sem hefur verið til fyrirmyndar, borgað sýna skatta, farið í skóla, verið hér í 4-5 ár, á móður með íslenskan ríkisborgarétt en henni var samt vísað úr landi þegar námsmannaleyfið rann út eða atvinnuleyfi fékkst ekki útgefið þar sem EES manneskjur hafa forgang-burtséð frá því hvort þær kunni eiginlega minna eða meira í máli okkar eða hafa verið hér skemur.
Ég spyr er rétt að slíta svona órjúfanlegum tengslum milli fólks-og láta það borga til að ferðast til foreldra sinna og fá bara vera á landinu 3 mánuði í senn?-það eru því miður ekki margir sem hafa efni á því-hef alla vega grun um að margir í austurlöndum hafi það ekki eins gott efnahagslega og margir Evrópubúar. Maður spyr sig-eins og einn maðurinn sagði á borgarafundi. Bendi á síðu - velja úr tónlistarspilara 'Borgarhreyfingin-03' til hægri á spássíu. Tek fram að ég kaus því miður ekki í síðustu kosningum-hef reyndar aldrei nýtt mér þann rétt.
Fleiri molar: Ragna segir: "...stjórnsýslan verður að vera jöfn fyrir alla..."
Indverskri konu ekki vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.5.2009 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sama hér-(LÍN)
5.5.2009 | 21:49
Hundeltur af LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2009 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)