Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hvenær?

Tók þetta óvenjulega langan tíma að komast að þessari niðurstöðu-í ljósi allra gagna sem fyrir lágu. Hvenær hættir hann þá í raun? - á þessari öld? Fær hann að skrifa sinn eigin starfslokasamning kannski og ráða dóttur sína eins og annar bloggari skrifaði? Hættir hann öðru hvoru megin við næstu mánaðarmót?-orðalag sem segir mann alltént ekki neitt.
mbl.is Gunnar hættir sem bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsóknarréttur ættingja utan EES skertur til ættingja innan EES

Nýlegt dæmi rakið um hvernig kerfið er félagslega fjandsamlegt félagslegum rétti einstaklinga þó kveðið sé á um annað í furðulegum reglum.

Móðir stúlku fær íslenskan ríkisborgararétt  - og auðvitað farið erfiðari leiðina í því og ekki var það veitt af Alþingi 1,2 og 3 með klíkuskap. Þar með mundi ég nú telja að hún öðlaðist sama rétt og aðrir EES þegnar og um þá gilda samningur um 'Frjáls för launafólks'. Hann felur m.a. í sér eftirfarandi:

"Ríkissborgarar EES-ríkis eiga rétt á því að njóta sömu félagslegra réttinda og skattaívilnana og innlent launafólk.

...

Samkvæmt EES-samningnum hafa eftirfarandi einstaklingar, óháð þjóðerni, rétt til að koma sér fyrir hjá launamanni sem er ríkisborgari EES-ríkis en starfar á yfirráðasvæði annars EES-ríkis:

a. maki hans ásamt afkomendum þeirra sem eru yngri en 21 árs eða eru á þeirra framfæri, og
b. ættmenn launamanns og maka hans að feðgatali sem eru á þeirra framfæri.

Stjórnvöldum í EES-ríkjum ber að auðvelda þeim aðstandendum, sem ekki eru taldir upp hér að framan en eru á framfæri launamanns sem að framan er getið eða hafa búið undir sama þaki í landinu sem hann kom frá, að koma til ríkisins."

(http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-275//369_read-764/ )

Nú vill svo til konan á dóttur, sem reyndar hefur verið hér á landi áður og haft dvalarleyfi áður. Ekki reyndist unnt að fá útgefið dvalarleyfi handa dótturinni hér lengur þó - einfaldlega þar sem hún kláraði að taka stúdentspróf og gat þá hvorki verið áfram á námsmannaleyfi nema fara í frekara nám eða finna vinnu en það var ekki hægt þar sem einstaklingar utan EES hafa forgang í 'ósérhæfð' störf-(jájá..fjölmenningarsamfélag, tveir hópar-ólíkur réttur).

Dótturinn þurfti því að yfirgefa landið og var þá búinn að vera í einhverja mánuði þar í Asíulandi.  Þá vill hún heimsækja móður sína og sækir um ferðamannaáritun sem hefði gefið henni leyfi til að heimsækja og vera hjá móður sinni í hámark 3 mánuði-eða 90 daga eins og þeir túlka mánaðarlengd í reglum. Eftir langa bið-6 vikna bið hjá dönsku sendirráð, þó það hefði átt að taka 4 vikur skv. heimildum hér þá fékk hún synjun.

Fyrir utan það að koma mér á óvart að svona skuli gert - að meina fjölskyldumeðlimum að heimsækja foreldra sína þá virðist þetta líka vera í mótsögn við reglu að ofan þar sem stúlkan hafði  búið með móðurinni undir sama þaki áður en þau komu til landsins og eftir-þ.e.a.s. "Stjórnvöldum í ....búið undir sama þaki." Ennfremur eru þetta ekki sjálfsögð félagsleg réttindi einstaklings-að fá að sjá börnin sín?

Hvernig stendur á þessu?

(Og þarf ekki að taka það fram eins og í öðru bloggi að í þessum reglum EES virðist ekki vera mismunun á einstaklingum sem hafa verið EES launþegar skemur en 5 ár og hinum sem hafa verið lengur)

Einu svörin sem hafa fengist frá lærðum aðila eru á þessa leið: "það er alvanalegt að synjað sé um vegabréfsáritun þegar um er að ræða ungan, ógiftan einstakling, eins og ég sagði eru þetta samræmdar Schengenreglur."

Mundi það ganga betur fyrir einstaklinginn þá að gifta sig áður en hann kemur til landsins? Kannski líka að eiga börn til að gera heimsókn hingað til móðurinnar erfiðari-hver mundi þá sjá um börnin á meðan ef þyrfti að skilja eftir í heimalandinu? Er einhverjum þjóðfélagslegum verðmætum stefnt í hættu þó maður einn fái að heimsækja foreldra sína?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband