Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Afþreying fyrst, réttindi og heilsa síðast

Nú finnst mér þetta alvarlegt mál sem upp er komið. Ég hef verið innan um útlendinga hérlendis og þegar þeir hafa lent í vandræðum hefur oft fyrsti staður sem þeir leita gjarnan til í réttindamálum var Alþjóðahús. Þar á meðal má nefna málefni innflytjenda gagnvart Útlendingastofnun. Reynsla mín af þeirri stofnun er að hún er ekki að standa sig alveg í sínu leiðbeinandi hlutverki eða þá að taka afstöðu til allra þátta í málum sem snerta leyfi innflytjenda og gætu haft veigamikil áhrif á niðurstöðu þeirra.

Þegar innflytjendur, eða efnalitlir Íslendingar þeim tengdar greinir á við stofnunina um ákvarðanir, hvert leita þeir þá til? Jú, til Alþjóðahús. Þetta er nauðsynlegt 'tæki' fyrir þá, enda er ljóst að frammi fyrir stjórnvöldum eins síns liðs eiga þeir litla möguleika á að vita rétt sinn allann og verja sig. Ef stofnun færi alveg eftir reglum þá væru kærumál eflaust færri sem gefnar eru út, en þetta virðist allt viljandi gert til að tefja fyrir og auka óþægindi og tjón á hendur lítilmagna.

Það eitt að þurfa að kæra til að ná fram rétti sínum og bíða eftir úrskurðum felur í sér tjón sem þessi stofnun vegna rangra ákvarðanna-og þá t.d. vegna þess hún vanrækti að taka afstöðu til einhverra laga eða ákvæða í dvalarleyfisumsóknum eins og fyrr er greint. Venjulegt fólk, s.s. leikmenn, þarf að vera ansi duglegt að kynna sér Útlendingalögin og öll þau ákvæði sem gilda til að komast að því hver réttur þeirra er í raun.

Nú þar sem þetta tæki er dottið út má kannski vænta þess að Umboðsmaður Alþingis fái fleiri mál til sín sem hafa tekið sinn tíma og fengið afgreiðslu með synjunum hjá Dómsmálaráðuneytinu  og Útlendingastofnun. Það þyrfti þá að fara efla það embætti frekar-nema 2 síðastnefndu stofnanir eru það mikið 'sveltar' að þær nái ekki að sinna 'hæfilegum' afgreiðslutíma. Kannski þetta fari að verða eins og með nefnd sem fjallaði um málefni atvinnuleysistryggingasjóðs þar sem ýmis mál voru orðin nokkurra ára gömul og fengu engin lok, en sú nefnd var leyst og önnur skipuð í staðinn af Dómsmálaráðuneytinu-það fylgir reyndar ekkert sögunni hver þessir starfsmenn sem voru í nefnd fóru-eða hvort endurskipaðir í hina nýju nefnd. En það er önnur saga.

Þetta hlutverk sem Alþjóðahús hefur sinnt, eftir því sem ég veit til vel, ætti eiginlega að vera innbyggt í réttarkerfinu. Réttindi fólks, hvort sem um ræðir útlendinga eða Íslendinga er þannig mál að það ætti að vera sjálfsagt mál að fólk eigi óhindraðan aðgang. Stjórnvöld hafa sína launaða starfsmenn til að fara eftir lögum og fá greitt fyrir, en einn lítil maður hefur má síns lítils gegn svona miklum öflum og í sumum málum veit hann einfaldlega ekki um rétt sinn - og þá getur líka verið að stjórnvald er að brjóta rétt hans án þess að vita af því.

Ef við viljum setja hlutina í samhengi við fjárhæðir og teljum ekki eiga efni á, þá mætti taka sem dæmi að við erum að eyða kringum 800 milljónir í rekstrarkostnað Sinfóníuhljómsveitar-erum að tala um 80-100 starfsmenn og húsnæði. Þetta mál Alþjóðahús snýst um einhverjar 10-30 milljónir er það ekki? Er ekki mikilvægara að fræða og hjálpa fólki um rétt sinn heldur en einhver afþreying sem eflaust fáir geta notið hvort sem er þar sem margir eru í bullandi skuldum eða vilja frekar eiga fyrir mat? Væri ekki rétt minnka reikning um helming og senda starfsmenn í hljómsveitinni í frí-það eru hvort sem er þó nokkrir með önnur störf-og borga þeim, tja, 2 milljónir á mann þetta árið? Við getum þá nýtt húsnæði þeirra til atvinnuskapandi hluta. En eins og fram hefur komið í fréttum um niðurskurði í heilbrigðismálum þá er eitthvað verulega að í forgangsröðun okkar, kannski er það endurspeglun af því hvernig viðhorf okkar er almennt-eða er þetta bara hugsunarleysi æðri valda?

Við erum líka að skera niður í heilbrigðisgeiranum-en nei, við munum samt halda þessari 'menningarstarfsemi' á floti sem einhverjir einstaklingar sem enn hafa fé til fé og eru ekki í neinni 'súpu' geta notið. Sumir þessara sömu einstaklinga vilja kannski frekar njóta góðra tónleika en að sjá þetta sparað í verðugri verkefni t.d. réttarfar eða heilbrigðiskerfi. Við erum einnig að eyða peningum í 'Fjölmenningarsetur'. Það er örugglega ágætt mál, en ég veit lítið sjálfur um þetta setur eða hvaða gagn það yfirleitt gerir t.d. innflytjendum. Mér sýnist þetta meira 'sjónarspil' og óþarfa eyðsla. Við höfum öll æði misjafna menningu en nú á þessum tímum blæðum við öll og hegðum okkur frekar eins sem manneskjur, afþreying og það að vekja athygli á ólíkri menningu má bíða betri tíma.

Ef menn efast eitthvað um aðgengi að kerfinu og nauðsyn þá fann ég hér ágætis grein á netinu, vel orðuð og stutt eftir Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur: "Aðgengi að íslenska réttarkerfinu; Lok, lok og læs og allt í stáli, lokað fyrir Páli?"

Og að lokum er partur úr grein eftir Einar SKúlason: "Ástandið er alvarlegt í samfélaginu og við slíkar aðstæður er mesta hættan á því að einstakir hópar þess gleymist, sérstaklega þeir hópar sem eiga sér ekki nægilega sterka talsmenn og ítök í þeim öflum sem eru ráðandi hverju sinni. Þá sýnir reynsla annarra þjóða að neikvæðni og andúð í garð innflytjenda getur aukist gríðarlega þegar kreppir að í samfélaginu og þess vegna mikilvægt að gleyma þeim ekki."

(http://www.pressan.is/Pressupennar/LesaEinar/um-gleymda-hop-johonnu)

 Um þróun frá Rauða Kross til Alþjóðahús: http://raudakrosshusid.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?id=1001254&detail=1001075


mbl.is Öllu starfsfólki Alþjóðahúss sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband