Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heimsóknarréttur ættingja utan EES skertur til ættingja innan EES

Nýlegt dæmi rakið um hvernig kerfið er félagslega fjandsamlegt félagslegum rétti einstaklinga þó kveðið sé á um annað í furðulegum reglum.

Móðir stúlku fær íslenskan ríkisborgararétt  - og auðvitað farið erfiðari leiðina í því og ekki var það veitt af Alþingi 1,2 og 3 með klíkuskap. Þar með mundi ég nú telja að hún öðlaðist sama rétt og aðrir EES þegnar og um þá gilda samningur um 'Frjáls för launafólks'. Hann felur m.a. í sér eftirfarandi:

"Ríkissborgarar EES-ríkis eiga rétt á því að njóta sömu félagslegra réttinda og skattaívilnana og innlent launafólk.

...

Samkvæmt EES-samningnum hafa eftirfarandi einstaklingar, óháð þjóðerni, rétt til að koma sér fyrir hjá launamanni sem er ríkisborgari EES-ríkis en starfar á yfirráðasvæði annars EES-ríkis:

a. maki hans ásamt afkomendum þeirra sem eru yngri en 21 árs eða eru á þeirra framfæri, og
b. ættmenn launamanns og maka hans að feðgatali sem eru á þeirra framfæri.

Stjórnvöldum í EES-ríkjum ber að auðvelda þeim aðstandendum, sem ekki eru taldir upp hér að framan en eru á framfæri launamanns sem að framan er getið eða hafa búið undir sama þaki í landinu sem hann kom frá, að koma til ríkisins."

(http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-275//369_read-764/ )

Nú vill svo til konan á dóttur, sem reyndar hefur verið hér á landi áður og haft dvalarleyfi áður. Ekki reyndist unnt að fá útgefið dvalarleyfi handa dótturinni hér lengur þó - einfaldlega þar sem hún kláraði að taka stúdentspróf og gat þá hvorki verið áfram á námsmannaleyfi nema fara í frekara nám eða finna vinnu en það var ekki hægt þar sem einstaklingar utan EES hafa forgang í 'ósérhæfð' störf-(jájá..fjölmenningarsamfélag, tveir hópar-ólíkur réttur).

Dótturinn þurfti því að yfirgefa landið og var þá búinn að vera í einhverja mánuði þar í Asíulandi.  Þá vill hún heimsækja móður sína og sækir um ferðamannaáritun sem hefði gefið henni leyfi til að heimsækja og vera hjá móður sinni í hámark 3 mánuði-eða 90 daga eins og þeir túlka mánaðarlengd í reglum. Eftir langa bið-6 vikna bið hjá dönsku sendirráð, þó það hefði átt að taka 4 vikur skv. heimildum hér þá fékk hún synjun.

Fyrir utan það að koma mér á óvart að svona skuli gert - að meina fjölskyldumeðlimum að heimsækja foreldra sína þá virðist þetta líka vera í mótsögn við reglu að ofan þar sem stúlkan hafði  búið með móðurinni undir sama þaki áður en þau komu til landsins og eftir-þ.e.a.s. "Stjórnvöldum í ....búið undir sama þaki." Ennfremur eru þetta ekki sjálfsögð félagsleg réttindi einstaklings-að fá að sjá börnin sín?

Hvernig stendur á þessu?

(Og þarf ekki að taka það fram eins og í öðru bloggi að í þessum reglum EES virðist ekki vera mismunun á einstaklingum sem hafa verið EES launþegar skemur en 5 ár og hinum sem hafa verið lengur)

Einu svörin sem hafa fengist frá lærðum aðila eru á þessa leið: "það er alvanalegt að synjað sé um vegabréfsáritun þegar um er að ræða ungan, ógiftan einstakling, eins og ég sagði eru þetta samræmdar Schengenreglur."

Mundi það ganga betur fyrir einstaklinginn þá að gifta sig áður en hann kemur til landsins? Kannski líka að eiga börn til að gera heimsókn hingað til móðurinnar erfiðari-hver mundi þá sjá um börnin á meðan ef þyrfti að skilja eftir í heimalandinu? Er einhverjum þjóðfélagslegum verðmætum stefnt í hættu þó maður einn fái að heimsækja foreldra sína?


Forgangur ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins undirstrikaður enn frekar

Á vef Félags-og Tryggingamálaráðuneytis í fréttatilkynningu frá 3. maí 2005 er að finna þessa fréttatilkynningu:

"Forgangur ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins undirstrikaður enn frekar

Með lögum þessum er forgangur ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins undirstrikaður enn frekar. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að skapa skilyrði fyrir fulla atvinnu, bætt lífskjör og starfsskilyrði á svæðinu. Í skuldbindingum íslenskra stjórnvalda felst að þau veiti launamönnum sem eru ríkisborgarar aðildarríkjanna forgang að innlendum vinnumarkaði. Verður þeirri stefnu áfram framfylgt við framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga og atvinnurekendur hvattir til að leita eftir vinnuafli á sameiginlegum innri markaði."

Mér finnst þessi grein vera í mótsögn við sjálfa sig. Spurning höfundar er þessi. Hvernig á samfélag að verða betra þegar uppruni en ekki hæfni einstaklings ræður því hvort hann fái tiltekið starf á Íslandi? Ég er aðallega hugsa þetta í samhengi við einstaklinga utan EES sem fyrirtæki vill hafa áfram í vinnu en ekki gengið að endurnýja árlega atvinnuleyfið út af þessari fáranlegri stefnu sem Vinnumálastofnun er sífellt að vísa til við veitingu atvinnuleyfa til starfsfólks utan EES. Forgangur út af uppruna-hver er höfundur að svona stefnum eiginlega! Á erfitt með að skilja hvernig samningur sem á rætur að rekja til Evrópu - þar sem maður skyldi ætla að mannréttindi er í hávegum höfð - skuli hafa orsakað þessa stefnu á Íslandi-en miða við allt annað frá stjórnmálamönnum hér þá kannski kemur þetta ekki mjög á óvart.

Skv. þessu má ekki ráða einstakling utan EES nema sýnt þyki að ekki hafi fundist einstaklingur innan EES í starfið. Það þýðir að fyrirtæki þurfa þá að leggja á sig kostnað við að finna og jafnvel flytja fólkið hvar sem það síðan finnst á EES svæðinu. Hvort það sinnir starfinu jafnvel er annað mál. Allt þetta þegar á staðnum var fyrir einstaklingur með reynsluna fyrir hendi, kunni íslensku en bara hafði ekki rétta upprunann! Hvernig á þjóðfélag að tryggja bætt lífskjör þegar jafnvel samkeppnishæfni einstaklinga er gerður að engu í nafni uppruna þess?

Ég er í sjálfu sér ekkert að mæla með að 'opna' endilega allt landið-en vil að við sýnum öllum útlendingum lagalegt jafnræði óháð uppruna og láta fólkinu hér ráða því hvern það telur best til fallinn í störfin og halda áfram að leyfa þeim sem vel hafa reynst áfram en að fara skipta þeim út fyrir EES einstaklinga sem eru nýtilkomnir. Einstaklingar sem hafa kannski engar áætlanir gert um framtíð hér eins og aðrir sem hafa verið hér lengur. Afskipti svona laga er allt að því móðgandi-þau eiga segja mönnum hvern best er að ráða!? Þessi stefna er félagslega, efnahagslega og mannréttindalega röng.

Ættum að skoða 'Lögin um útlendinga' og breyta þeim síðan í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands-ég neita að trúa því að aðild að EES mundi leggjast gegn lögum sem síðan yrðu samin með hliðsjón af mannréttindum. EES hlýtur í það minnsta að viðurkenna almenn mannréttindi og þessi skrifstofa hefur nú þegar skrifað umsagnir um þessi lagafrumvörp og gagnrýnt þau-væri ekki fínt að nýta sér störf skrifstofunnar við gerða nýrra laga?

Fólk innan EES hefur þegar oft forskot á aðra einstaklinga (t.d. út frá menningu og skilyrðum til dvalar hér), og við getum áfram tryggt frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins. Við verðum að koma þessu á sjálf þar sem útlendingar munu ekki berjast fyrir þessu sjálfir. Merkilegt er að fyrstu lexíurnar sem við kennum þeim úr íslensku samfélagi er að við stundum ójöfnuð gagnvart þeim. Er það vel til þess fallið að vekja þeim traust í okkar garð?

"hvattir til að leita eftir vinnuafli á sameiginlegum innri markaði."-Ójá segið mér þetta er fjölmenningarsamfélag sem gætir jafnræðis í málefnum útlendinga!


Vesælt hægvirkt kerfi

Þarf að segja meira. Tók langan tíma að koma breytingum á ríkisstjórn. Námsmenn í örðugleikum sem báðu um 'neyðarlán' til LÍN biðu í nokkra mánuði-þeir beðnir að sýna biðlund í neyð sinni. Almenningur fer fram á rannsókn og hér er talað um að gera eitthvað með haustinu-ég trúi ekki að það sé hægt að flýta þessu ef allir leggjast á eitt um að koma þessu í gegn-þýða, birta og leggja fyrir ríkisstjórn. Er það sama upp á teningnum hjá hinum Norðurlöndunum-í haust!
mbl.is Óljóst hverju samningar við Tortola skila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðsbréf-um vegabréfsáritanir hjá Útlendingastofnun

Vinsælt hjá mér að blogga um málefni Útlendingastofnunarinnar-enda persónulega mikið á móti og er ekkert að fela það. En var að uppgötva eitt af mörgu sem mætti lagfæra. Á vefnum þeirra er þess getið að fyrir umsókn um vegabréfsáritun þurfi m.a. 'boðsbréf'. Ákveðinn aðili hafði ekki hugmynd um hvernig þetta ætti að líta út og hvergi er að finna 'staðlað' form á þessu á vef þeirra. Ég hef nú bent þeim á eitt og annað sem má lagfæra á vefnum en hef jafnan ekki fengið svör eða séð lagfæringar í framhaldi.

Á vef danska sendirráðsins í Tælandi sem sér um málefni fyrir Íslands hönd er sagan önnur-þar er ákveðið boðsbréf sem gerði er krafa um að fylla út og mikilvægt segja þeir að fylgi með umsóknum. Hér er síðan slóðin á vegabréfáritanir í Tælandi til Íslands ef einhver vill nýta sér og slóð á boðsbréf á ensku/dönsku. Að auki má benda á að þeir segja á utl.is að afgreiðslutími vegabréfsáritana er u.þ.b. 6 vikur. Nýjustu upplýsingar (20.maí 2009) segja að afgreiðslutíminn er 6-8 vikur segja Danir í það minnsta en hef grun um að þeir fylgi "leiðbeiningum" frá Íslandi í þessu. Ég mundi segja að 8 vikur rúmast ekki innan þess sem menn kalla "u.þ.b. 6 vikur"- 33% aukning! Þeir ættu að sjá sóma sinn í að hafa upplýsingar nákvæmari og ef þær hafa einfaldlega breyst þá að uppfæra tímanlega.


Stofnun þarf á tiltekt/endurskoðun að halda líkt og FME - og eflaust fleiri

Ég er búinn að vera kynna mér hvað fólk segir um þetta mál og finnst eitt og annað skrýtið. Ef þessi maður er flóttamaður eigum við þá að refsa honum fyrir það að hann kynni að hafa talið sig í það mikilli hættu og þurft að brjóta lög - án þess þó að stofna öðrum í hættu-er þetta ekki einfaldlega það sem sumir flóttamenn þurfa grípa til þess að koma sér undan lífshættu?

Hvað varðar okkar 'blessaða' útlendingastofnun þá finnst mér að þeir þurfi eindfaldlega að breyta reglunum- þannig þær taki mið af mannréttindarsjónarmiðum-þá meina ég líka burtséð frá uppruna fólks. Þá ætti stofnunin að geta vísað beint í reglur og rökstutt afhverju þessi maður ætti/eða ætti ekki að fá leyfi. Það á ekki að vera komið undir 'klíkuskap' eða hvernig dagsform er hjá mönnum í stofnuninni.

Sbr.:"Lausnin á þessu er að hún tengi sig við einhvern alþingismann, reynslan sýnir að ekki þarf að uppfylla nein skilyrði ef maður er tengdur elítunni, Bjarni Ben sannaði það þegar hann var formaður forsætisnefndar og hann gaf stúlku íslenskan ríkisborgararétt sem uppfyllti engin skilyrði en tengdist Jónínu Bratmarz, stúlkan, sem var á leið í nám erlendis vantaði lán frá LÍN." 

http://eyjan.is/blog/2009/05/03/seydfirdingar-sameinast-ad-baki-japsy-sem-hefur-verid-visad-ur-landi/#comment-99811

Við þurfum lýðræðislega umræðu um mál stofnunnarinnar-en auðvitað er það svo eldfimt mál að enginn þorir að snerta á því án þess að brenna sig-skora á stjórnendur þjóðar að gera það-þegar þeir hafa afgreitt og hjálpað okkur úr kreppunni. Er orðinn leiður á þessari blindni t.d. fjölmiðla sem birta sjónvarpsvænt efni um innflytjendur á hátíðisdögum en lítið rætt um rétt þeirra í stóru stofnunni okkar-þetta er eitt af málunum sem eru stærri en hvort menn eiga að vera með bindi á Alþingi. T.d. leyfi mér að benda á mismunun gagnvart tvenns konar fólki-sem er innan og utan EES. EES fólk á alltaf forgang hvort sem fólk utan þess hefur verið hér lengur og aðlagast samfélagi okkar betur. (Þarfa að ráða fleiri þarna til að forgangsraða málunum rétt á Alþingi?) .

Þá virðist stofnunin líka gera það 'viljandi' að nýta sér allan þann afgreiðslutíma sem þeir taka fram að er um 3 mánuðir t.d. vegna dvalarleyfa í atvinnuskyni. Í tilfelli Mansrís segir: "auk þess hve málið hafi dregist lengi í meðförum Útlendingastofnunar að ástæðulausu, eða frá ágúst 2007 til ágúst 2008."  Finnst mér skammarlegt þessi bið-og það hann skyldi vera að bæta fleiri gögnum seinna meir þá hefur hann samt 'gleymst'?. Þeir gera þetta fyrir önnur leyfi þó þeir kunni að vera búnir að komast að niðurstöðu fyrr.

Veit um mann sem hringdi út af leyfi á fimmtudegi en þá voru komnir yfir 90 dagar.  Starfsmaður svaraði og sagði að póstur hefði verið sendur fyrir helgi. Bréfið barst en var póstlagt á mánudegi helgina eftir-líklegt þykir að þeir hefðu loks farið í málið eftir símhringingu! Hann var líka búinn að hringja reglulega og fékk þau svör að málin væru í eðlilegum farvegi, þó svo að málið væri að hluta undir Vinnumálastofnun en hún skilaði inn áliti sínu eftir um mánuð-sem skýrir ekki þessa 2ja mánaða bið með svari frá Útlendingastofnun. Ekki mjög skilvirkt kerfi-biðin getur kostað öðrum veruleg óþægindi, og ef synjun er málið er ekki bara fínt að lágmarka skaðann gagnvart umsækjendum og láta þá vita sem fyrst-þó þannig að farið sé yfir málið nákvæmlega en reikna með það ætti að geta tekist á skemmri tíma en 3 mánuði með stofnun sem menn segja að um yfir 30 manns starfi hjá.

Eins og segir víðar: "Kannast reyndar svolítið til starfa þessarar stofnunnar og get alveg sagt það að hver einasta heimild til að láta innflytjendur eða hælisleitendur bíða, hún er nýtt. 90 daga leyfður vinnslutími? færð svar eftir 90 daga þó svo að vinnslan taki bara 30 daga."

http://skastrik.blog.is/blog/skastrik/entry/841442/

Það hefur líka verið í umræðunni hvað þetta kostar fyrir íslendinga að vera með hælisleitendur-ef stofnunin hefði afgreitt með synjun fyrr  þá hefði verið hægt að spara eitthvað. Veit nú ekki hvað þetta kostar en þær tölur eru eitthvað á reiki hjá með/móti fólki-en skiptir það máli þegar um mannslíf er að ræða?


mbl.is Fái leyfið af mannúðarástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama hér-(LÍN)

Undirritaður varð atvinnulaus um áramót. Gat ekki sótt um undanþágu vegna föstu greiðslu hjá LÍN sem skiptist í 4 greiðslur fyrir apríl, mars, maí og júní. Allar eru þær uppá ca. 25. þús. Veit ekki hvar maður á að verða sér úti um þann pening. Ákvað að reyna leggja eitthvað inn og gróf upp bankareikningsnúmer LÍN og lagði inn á 5 þús. kall til að sýna viðleitni-þar sem þeir hafa ekki boðið mér önnur ráð þrátt fyrir ég hafi sent þeim nokkra tölvupósta þess efnis. Næsta dag hringja þeir og segja þetta gangi ekki og bara fremur óhressir og segja sömu sögu, 'þú getur ekki borgað, sendum þetta bara til Intrum'. Skil ekki það borgi sig fyrir þá frekar að senda til Intrum en að reyna semja eitthvað við þiggjendur lána. Hugsanlega gæti maður greitt frekar 6-7 þús kall næstu 12 mánuði en að reyna verða við svona gjalddögum á mánaðarfresti er erfiðara á grunnatvinnuleysisbótum. LÍN ég vil skora á ykkur að að líta í kringum ykkur og skoða ástand og umhverfi og endurmeta skilyrði á undanþágum-við sem menntuðum okkur með lánum því enga peninga áttum aðra, vildum störf en ekki atvinnuleysi og þurfum ekki þetta framferði ykkar til viðbótar. Kannski ætti LÍN frekar að sjá um að innheimta 'skuldir' annarra manna fyrst þið eruð svona öflug í þessu...
mbl.is Hundeltur af LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolt þjóð

Jæja, það er þá greinilegt að við erum það stolt og teljum þetta afar mikilvægt að halda 'menningu' gangandi meðan sumir eru að skrimta fyrir næstu máltíð eða erfiðu útgjöldum. Væri ekki hægt að sleppa þessu í ljósi aðstæðna og greiða þeim sem eiga sitt undir vinnu í þessu fyrir að sitja heima eða hjálpum öðrum samborgurum í erfiðari aðstæðum með einhverju öðru en fiðluspili? Bara hugmynd =)
mbl.is Leiga Sinfóníuhljómsveitarinnar hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband