Forgangur ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins undirstrikaður enn frekar

Á vef Félags-og Tryggingamálaráðuneytis í fréttatilkynningu frá 3. maí 2005 er að finna þessa fréttatilkynningu:

"Forgangur ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins undirstrikaður enn frekar

Með lögum þessum er forgangur ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins undirstrikaður enn frekar. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að skapa skilyrði fyrir fulla atvinnu, bætt lífskjör og starfsskilyrði á svæðinu. Í skuldbindingum íslenskra stjórnvalda felst að þau veiti launamönnum sem eru ríkisborgarar aðildarríkjanna forgang að innlendum vinnumarkaði. Verður þeirri stefnu áfram framfylgt við framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga og atvinnurekendur hvattir til að leita eftir vinnuafli á sameiginlegum innri markaði."

Mér finnst þessi grein vera í mótsögn við sjálfa sig. Spurning höfundar er þessi. Hvernig á samfélag að verða betra þegar uppruni en ekki hæfni einstaklings ræður því hvort hann fái tiltekið starf á Íslandi? Ég er aðallega hugsa þetta í samhengi við einstaklinga utan EES sem fyrirtæki vill hafa áfram í vinnu en ekki gengið að endurnýja árlega atvinnuleyfið út af þessari fáranlegri stefnu sem Vinnumálastofnun er sífellt að vísa til við veitingu atvinnuleyfa til starfsfólks utan EES. Forgangur út af uppruna-hver er höfundur að svona stefnum eiginlega! Á erfitt með að skilja hvernig samningur sem á rætur að rekja til Evrópu - þar sem maður skyldi ætla að mannréttindi er í hávegum höfð - skuli hafa orsakað þessa stefnu á Íslandi-en miða við allt annað frá stjórnmálamönnum hér þá kannski kemur þetta ekki mjög á óvart.

Skv. þessu má ekki ráða einstakling utan EES nema sýnt þyki að ekki hafi fundist einstaklingur innan EES í starfið. Það þýðir að fyrirtæki þurfa þá að leggja á sig kostnað við að finna og jafnvel flytja fólkið hvar sem það síðan finnst á EES svæðinu. Hvort það sinnir starfinu jafnvel er annað mál. Allt þetta þegar á staðnum var fyrir einstaklingur með reynsluna fyrir hendi, kunni íslensku en bara hafði ekki rétta upprunann! Hvernig á þjóðfélag að tryggja bætt lífskjör þegar jafnvel samkeppnishæfni einstaklinga er gerður að engu í nafni uppruna þess?

Ég er í sjálfu sér ekkert að mæla með að 'opna' endilega allt landið-en vil að við sýnum öllum útlendingum lagalegt jafnræði óháð uppruna og láta fólkinu hér ráða því hvern það telur best til fallinn í störfin og halda áfram að leyfa þeim sem vel hafa reynst áfram en að fara skipta þeim út fyrir EES einstaklinga sem eru nýtilkomnir. Einstaklingar sem hafa kannski engar áætlanir gert um framtíð hér eins og aðrir sem hafa verið hér lengur. Afskipti svona laga er allt að því móðgandi-þau eiga segja mönnum hvern best er að ráða!? Þessi stefna er félagslega, efnahagslega og mannréttindalega röng.

Ættum að skoða 'Lögin um útlendinga' og breyta þeim síðan í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands-ég neita að trúa því að aðild að EES mundi leggjast gegn lögum sem síðan yrðu samin með hliðsjón af mannréttindum. EES hlýtur í það minnsta að viðurkenna almenn mannréttindi og þessi skrifstofa hefur nú þegar skrifað umsagnir um þessi lagafrumvörp og gagnrýnt þau-væri ekki fínt að nýta sér störf skrifstofunnar við gerða nýrra laga?

Fólk innan EES hefur þegar oft forskot á aðra einstaklinga (t.d. út frá menningu og skilyrðum til dvalar hér), og við getum áfram tryggt frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins. Við verðum að koma þessu á sjálf þar sem útlendingar munu ekki berjast fyrir þessu sjálfir. Merkilegt er að fyrstu lexíurnar sem við kennum þeim úr íslensku samfélagi er að við stundum ójöfnuð gagnvart þeim. Er það vel til þess fallið að vekja þeim traust í okkar garð?

"hvattir til að leita eftir vinnuafli á sameiginlegum innri markaði."-Ójá segið mér þetta er fjölmenningarsamfélag sem gætir jafnræðis í málefnum útlendinga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband